Aðalfundur Vina Þjórsarárvera

Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn sunnudagskvöldið 9. september kl. 20:00 í Reynihvammi 25, Kópavogi.

Dagskrá aðalfundar:
• Setning.
• Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
• Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
• Ákveðið árgjald.
• Lagabreytingar.
• Kjör eins skoðunarmanns reikninga.
• Kjör stjórnar.
• Önnur mál.
Stjórn félagsins leggur til breytingu á 4. grein lið a. í lögum félagsins, sem hjóðar svo:
„Aðalfund Vina Þjórsárvera skal halda fyrir 1. ágúst ár hvert. Til aðalfundar skal boða  með tölvupósti. Allir skuldlausir félagar samtakanna hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi“.

Breytist í:
„Aðalfund Vina Þjórsárvera skal halda fyrir 1. október ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tölvupósti. Allir skuldlausir félagar samtakanna hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi“.

Enn eru til glös með merki Vina Þjórsárvera sem hægt verður að kaupa á fundinum.
Ef eftir er að greiða árgjald félagsins sem er 500kr. þá er gott að hafa þessar
upplýsingar við hendina, kt: 501111-0150 og banki: 0536-26-014501
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á þessum góðra vina aðalfundi.
Sigþrúður Jónsdóttir, formaður

Aðalfundarboð 2018

 

Sumarferð 2018

Sumarferð í Þjórsárver 2018

Við stefnum á að fara í 5 daga göngu um Þjórsárver á tímabilinu 14.-20. júlí 2018.

Nákvæmlega hvaða daga verður farið ræðst af veðri.

Ferðaáætlun:

1.-2.  dagur. Ekið inn Kvíslaveituveg austan Þjórsár yfir innstu stíflu Þjórsárlóns. Ef hægt er að vaða Þjórsár verður það gert en að öðrum kosti verður að ganga upp á Þjórsárjökul og þaðan í Arnarfell. Það er talsvert lengri ganga.

Tjaldað undir Arnarfelli hinu mikla til tveggja nátta. Á meðan dvalið er þar verður gengið á Arnarfell hið mikla og einnig um stórklostlegt, umhverfi kringum fellið að jökusporði Múlajökuls og Rótarjökuls, sem báðir eru að hopa og tröllalandslag kemur í ljós og inn í Jökulgil. Að auki gefst einstakt tækifæri til að spá í plöntur.

3.- 4. dagur. gengið frá Arnarfelli í Arnarfellsmúla. Ekki er ákveðið hvaðan við göngum þaðan, en það mun ráðast af ýmsum þáttum og áhuga manna.

5. dagur gengið í Tjarnaver og þaðan ekið niður Gnúpverjaafrétt til byggða.

Gist er í tjöldum og bera þarf allar vistir. Vaða þarf margar jökulár.

hafir þú áhuga á að slást í för hafðu þá samband við:
Sigþrúði í síma 846 5247 eða á netfangið. gibba@pax.is eða
Tryggva á netfangið tfe@norden.org

Áhugahópurinn var stofnaður vorið 2001 af fólki í Gnúpverjahreppi sem barðist gegn Norlingaölduveitu sem hefði stórskaðað Þjórsárver. Hópurinn vann ötulega gegn þessum áformum um uppistöðulón um árabil.

Félagið er öllum opið sem styðja markmið félagsins. Árgjald félagsin er 500 kr.  og skal leggja inn á reikning: kt: 501111-0150 banki: 0536-26-01450.