Aðalfundur 2020
Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20:00 og verður á vefnum.
Nánari upplýsingar verða sendar síðar í vikunni.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa höldum við upp á 10 ára afmæli félagsins, en það var stofnað í Nauthaganum sumarið 2010. Við rifjum upp hvað félagið hefur gert þessi 10 ár og förum í huganum inn í Þjórsárver með hjálp mynda.
Ef eftir er að greiða árgjald félagsins sem er 500kr. þá er gott að hafa þessar upplýsingar við hendina, kt: 501111-0150
og banki: 0536-26-014501
Vonumst til að sjá ykkur sem flest og nýjir félagar eru velkomnir.
Fyrir hönd stjórnar,
Sigþrúður Jónsdóttir