Vinir Þjórsárvera

Sumarferð 2018

Sumarferð í Þjórsárver 2018

Við stefnum á að fara í 5 daga göngu um Þjórsárver á tímabilinu 14.-20. júlí 2018.

Nákvæmlega hvaða daga verður farið ræðst af veðri.

Ferðaáætlun:

1.-2.  dagur. Ekið inn Kvíslaveituveg austan Þjórsár yfir innstu stíflu Þjórsárlóns. Ef hægt er að vaða Þjórsár verður það gert en að öðrum kosti verður að ganga upp á Þjórsárjökul og þaðan í Arnarfell. Það er talsvert lengri ganga.

Tjaldað undir Arnarfelli hinu mikla til tveggja nátta. Á meðan dvalið er þar verður gengið á Arnarfell hið mikla og einnig um stórklostlegt, umhverfi kringum fellið að jökusporði Múlajökuls og Rótarjökuls, sem báðir eru að hopa og tröllalandslag kemur í ljós og inn í Jökulgil. Að auki gefst einstakt tækifæri til að spá í plöntur.

3.- 4. dagur. gengið frá Arnarfelli í Arnarfellsmúla. Ekki er ákveðið hvaðan við göngum þaðan, en það mun ráðast af ýmsum þáttum og áhuga manna.

5. dagur gengið í Tjarnaver og þaðan ekið niður Gnúpverjaafrétt til byggða.

Gist er í tjöldum og bera þarf allar vistir. Vaða þarf margar jökulár.

hafir þú áhuga á að slást í för hafðu þá samband við:
Sigþrúði í síma 846 5247 eða á netfangið. gibba@pax.is eða
Tryggva á netfangið tfe@norden.org