Vinir Þjórsárvera

Aðalfundur Vina Þjórsarárvera

Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn sunnudagskvöldið 9. september kl. 20:00 í Reynihvammi 25, Kópavogi.

Dagskrá aðalfundar:
• Setning.
• Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
• Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
• Ákveðið árgjald.
• Lagabreytingar.
• Kjör eins skoðunarmanns reikninga.
• Kjör stjórnar.
• Önnur mál.
Stjórn félagsins leggur til breytingu á 4. grein lið a. í lögum félagsins, sem hjóðar svo:
„Aðalfund Vina Þjórsárvera skal halda fyrir 1. ágúst ár hvert. Til aðalfundar skal boða  með tölvupósti. Allir skuldlausir félagar samtakanna hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi“.

Breytist í:
„Aðalfund Vina Þjórsárvera skal halda fyrir 1. október ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tölvupósti. Allir skuldlausir félagar samtakanna hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi“.

Enn eru til glös með merki Vina Þjórsárvera sem hægt verður að kaupa á fundinum.
Ef eftir er að greiða árgjald félagsins sem er 500kr. þá er gott að hafa þessar
upplýsingar við hendina, kt: 501111-0150 og banki: 0536-26-014501
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á þessum góðra vina aðalfundi.
Sigþrúður Jónsdóttir, formaður

Aðalfundarboð 2018