Vinir Þjórsárvera

Aðalfundur 2021

Kæru Vinir Þjórsárvera
 
Aðalfundur Vina Þjórsárvera verður haldinn fimmtudagskvöldið 18. nóvember kl: 20:00 á í húsakynnum Landverndar, Guðrúnartúni 8. Einnig verður hægt að sækja fundinn í streymi á slóðinni: 
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og félagi í Vinum Þjórsárvera ávarpa fundinn og Gísli Már Gíslason prófessor emerítus, halda erindi um upphaf náttúrurannsókna í Þjórsárverum sem hófust 1971.
 
Vinsamlega munið að greiða félagsgjald sem er 1000kr. kt: 501111-0150 og banki: 0536-26-014501.
Minnum líka á að enn eru glösin með merki félagsins til og kosta 1500kr stykkið.
 
Hlökkum til að hitta ykkur á spennandi aðalfundi. Fundir félagsins hafa alltaf þótt skemmtilegir!
 
Með góðri kveðju.
 
Stjórn Vina Þjórsárvera,
Sigþrúður Jónsdóttir, Tryggvi Felixson, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Guðbjört Gylfadóttir, Jóhanna Höeg Sigurðardóttir