Vinir Þjórsárvera

9. nóvember 2004

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands boðaði til fundar í Norræna húsinu 9. nóvember 2004. Fundurinn var vel sóttur og í lok hans var samþykkt eftirfarandi ályktun.

,,Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Norræna húsinu 9. nóvember 2004, skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaminjaskrá UNESCO líkt og Jack Ives og Roger Crofts hafa lagt til eftir ítarlega athugun á svæðinu og náttúruverndargildi veranna. Á meðan sú könnun fer fram verði öll frekari virkjunaráform í eða við Þjórsárver lögð til hliðar.”

birt 10.11.2004