Vinir Þjórsárvera

Um vini Þjórsárvera

Markmið Vina Þjórsárvera er að
veita almenningi og stjórnvöldum upplýsingar um Þjórsárver og verndargildi þeirra.

♣Fræða og veita leiðsögn um ferðir í Þjórsárver og bæta aðstöðu fyrir göngufólk á svæðinu.
♣Stuðla að því að Þjórsárverum verði ekki raskað af mannavöldum sem og að ekki verði byggð mannvirki í grennd við friðlandið sem kunna að spilla dýralífi, gróðri, víðernum, jarðmyndunum, fossum og landlagi í Þjórsarverum og vatnasviði þeirra.
♣Vinna að því að Þjórsárver verði skráð á heimsminjaskrá UNESCO.
♣Afla fjár til starfsemi sinnar og framkvæmda sem stuðla að betri verndun Þjórsárvera.

Frekari upplýsingar gefur Sigþrúður Jónsdóttir, formaður. Netfang gibba@pax.is