Vinir Þjórsárvera

Aðalfundur Vina Þjórsárvera 2012

Nú líður að aðalfundi félgasins sem verður haldinn fimmtudaginn 19. júlí 2012, í Tjarnaveri og er áætlað að hann hefjist kl. 1600.

Dagana fyrir fund verður farin gönguferð um verin. Þeir sem hafa áhuga á að fara í þá göngu vinsamlega hafi samband við undirritaða.

Þeir sem hyggjast mæta á aðalfundinn í Tjarnaveri eru beðnir að tilkynna þátttöku til undirritaðrar eða Tryggva Felixsonar (gsm 699 2682, tfe@norden.org). . Þetta er mikilvægt ef eitthvað óvænt kemur upp á og einnig til að hægt sé að verða samferða inn í Þjórsárver. Þangað er aðeins fært á jeppum.

Auk aðalfundastarfa verður merki félagsins valið en það hefur verið í hönnun og vinnslu í vetur. Það er einkennisplanta Þjórsárvera, gullbrá, sem mun prýða merki Vina Þjórsárvera.

Samkvæmt lögum félagsins er aðalfundur aðeins löglegur ef helmingur félagsmanna mætir á hann eða sendir umboð sitt. Félagar sem ekki koma til fundarins verða því að fela einhverjum sem fara umbið sitt á aðalfundinum.

Frekari upplýsingar gefur Sigþrúður Jónsdóttir, formaður. Netfang gibba@pax.is